Fréttayfirlit

Kjörfundur vegna Alþingiskosninga 30. nóvember 2024 fer fram við Mötuneyti Hrafnagilsskóla í Félagsborg.

Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit vegna Alþingiskosninganna laugardaginn 30. nóvember 2024 verður við mötuneyti Hrafnagilsskóla í Félagsborg, inngangur við skrifstofur Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 21:00.
15.11.2024
Fréttir

Kvenfélagið Hjálpin gefur 1.100.000 kr

Nú á haustdögum varð kvenfélagið Hjálpin í Eyjafjarðarsveit 110 ára. Í kvenfélaginu starfa tuttugu og fjórar konur auk nokkurra heiðursfélaga. Við erum á aldrinum 24 ára til 76 ára og meðalaldur okkar er 48 ár. Við erum vinkonur, nágrannar, bekkjarsystur, systur og í félaginu starfa í dag 3 pör af mágkonum, 3 pör af mæðgum og 5 pör af tengdamæðgum. Í tilefni af 100 ára afmælinu gáfum við út bókina Drífandi daladísir þar sem eru myndir og upplýsingar um allar 231 félagskonurnar ásamt sögu félagsins í máli og myndum.
14.11.2024
Fréttir

Vegurinn lokaður milli Skáldsstaða og Ártúns frá kl. 11 og fram eftir degi 12. nóv. 2024

Tilkynning frá Vegagerðinni: Vegna vinnu við ræsi á Eyjafjarðarbraut vestri verður vegurinn lokaður milli Skáldsstaða og Ártúns frá kl. 11 og fram eftir degi í dag þriðjudaginn 12. nóvember. Hjáleið er um Hólaveg 826.
12.11.2024
Fréttir

Kærar þakkir og hamingjuóskir Hans Rúnar

Hans Rúnar Snorrason kennari við Hrafnagilsskóla hlaut hvatningaverðlaun íslensku menntaverðlaunanna 2024 ásamt Bergmanni Guðmundssyni, verkefnisstjóra við Brekkuskóla og Giljaskóla á Akureyri fyrir leiðbeiningar um notkun upplýsingatækni í kennslu.
07.11.2024
Fréttir

Frá og með 18. nóvember verður öllum pósti í Hrafnagilshverfi dreift í póstbox

Athugið að þetta á við íbúa Hrafnagilshverfis en allir sem vilja geta hins vegar valið að fá sendingar í póstboxið. Nú er lokið við uppsetningu á póstboxi við Skólatröð 11 og verður það tekið í notkun frá og með 18. nóvember. Íslandspóstur hefur nú dreift eyðublaði í alla póstkassa í hverfinu og gengið í hús í Bakkatröðinni til að dreifa því. Fylla þarf út þetta eyðublað sem fyrst og setja í póstkassa sem er við póstboxið í Skólatröð 11, til að hægt sé að koma pósti til skila til einstaklinga og fyrirtækja í Hrafnagilshverfi.
06.11.2024
Fréttir

Heitavatnslaust í Hrafnagilshverfi og næsta nágrenni þess, þriðjudaginn 5.nóvember

Vegna vinnu við dreifikerfi verður lokað fyrir heitt vatn í Hrafnagilshverfi þriðjuudaginn 5. nóvember. Áætlaður tími er frá kl. 9:00 og fram eftir degi, eða meðan vinna stendur yfir.
04.11.2024
Fréttir

Héraðsreiðleið RH7 – Breyting á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 5. september 2024 að breyttri legu RH7 í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 verði vísað í breytingarferli skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
29.10.2024
Fréttir

Kæru sveitungar

Við minnum á flösku- og dósagáminn okkar sem er á gámasvæðinu norðan við Bakkatröð. Allar endurgjaldsskyldar umbúðir eru velkomnar í hann og ágóðinn rennur beint í ferðasjóðinn okkar. Þakkir og kveðjur, nemendur í 10. bekk Hrafnagilsskóla.
29.10.2024
Fréttir

Heitavantslaust í Hrafnagilshverfi og næsta nágrenni þess miðvikudaginn 30.október

Vegna vinnu við dreifikerfi verður lokað fyrir heitt vatn í Hrafnagilshverfi miðvikudaginn 30. október. Áætlaður tími er frá kl. 10:00 og fram eftir degi, eða meðan vinna stendur yfir. Góð ráð við hitaveiturofi má finna inná heimasíðu Norðurorku á www.no.is
29.10.2024
Fréttir

Fundarboð 642. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 642. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, fimmtudaginn 31. október 2024 og hefst kl. 08:00.
28.10.2024
Fréttir