Samstaða um fjárhagsáætlun 2009
Í vinnu við gerð fjárhagsáætlana fyrir árið 2009 fór á stað naflaskoðun á öllum
útgjöldum sveitarsjóðs. Boðað var til vinnufunda allra nefnda og stjórnenda sveitarfélagsins síðastliðinn
laugardag. Góð mæting nefndarmanna og ágætlega skipulögð dagskrá skilaði góðri vinnu þennan dag.
Á þessum vinnufundum voru allir útgjaldaliðir nefnda skoðaðir og krufðir til mergjar.
28.11.2008