Fréttayfirlit

Samstaða um fjárhagsáætlun 2009

Í vinnu við gerð fjárhagsáætlana fyrir árið 2009 fór á stað naflaskoðun á öllum útgjöldum sveitarsjóðs.  Boðað var til vinnufunda allra nefnda og stjórnenda sveitarfélagsins síðastliðinn laugardag.    Góð mæting nefndarmanna og ágætlega skipulögð dagskrá skilaði góðri vinnu þennan dag.   Á þessum vinnufundum voru allir útgjaldaliðir nefnda skoðaðir og krufðir til mergjar.

28.11.2008

Auglýsing um starfsleyfistillögu


Auglýsing um starfsleyfistillögu skv. XI. kafla reglugerðar um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem að getur haft í för með sér mengun, nr. 785/1999.
Þann 27. nóv. til 31. des. n.k. liggur frammi til kynningar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar Syðra-Laugalandi, tillaga að starfsleyfi ásamt starfsskilyrðum vegna jarðgerðar á lífrænum úrgangi hjá eftirfarandi aðila:

Molta ehf
Þveráreyrum 1a
Eyjafjarðarsveit

26.11.2008

Aðventuævintýrið í sveitinni hefst 29. nóvember í Jólagarðinum

jolagardur_400

Litli Þorlákur er haldinn hátíðlegur í Jólagarðinum og er laugardagurinn fyrir fyrsta dag aðventu. Þennan dag er fólk að klára undirbúninig aðventunnar, huga að kransinum, jóladagatölum, aðventukertunum og Húskarlahangikjötinu sem allt þarf að vera komið á sinn stað fyrir fyrsta sunnudag í aðventu.
Þessi dagur hefur eftir því sem árin hafa liðið orðið mikill stemnings-dagur í Jólagarðinum, svona eins og lítill Þorlákur þar sem virkilega er dekrað við þá sem heimsækja Jólagarðinn.

Vonum að sveitungar kíki við og njóti þess að aðventan er að hefjast.

Meira um aðventuævintýrið í sveitinni á næstu dögum hér á vefnum.

25.11.2008

Frá Minjasafninu á Akureyri

gluggi_120 Ljós í Myrkrinu
Jólastemning á Minjasafninu á Akureyri
Aðventuævintýrið á Akureyri hefst á Minjasafninu  laugardaginn 22. nóvember  á opnunartíma safnins frá kl 14-16 með notalegri stemningu innan um áhugaverðar sýningar sem varpa ljósi á fortíðina. Jólalegur blær er yfir sýningunni Hvað er í matinn?
Nánari upplýsingar á vef Minjasafnsins www.akmus.is
21.11.2008

Laugarborg - Dagur íslenskrar tungu

hlnhrefna_120Tónleikar á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember 2008 kl. 15.00.
Flytjendur: Hlín Pétursdóttir Behrens / sópran & Hrefna Eggertsdóttir / píanó.
Efnisskrá: Íslensk einsöngslög við texta eftir m.a. Þórarin Eldjárn, Tómas Guðmundsson, Davíð Stefánsson, Höllu Eyjólfsdóttur, Hannes Pétursson, Sveinbjörn I. Baldvinsson og Davíð Þór Jónsson.

Árlega heldur Laugarborg Dag íslenskrar tungu hátíðlegan með tónleikum af þessu tagi.
14.11.2008

Ný menntastefna

Menntamálaráðherra mun á næstu vikum fara um landið og kynna nýja menntastefnu og ný lög um þrjú skólastig og menntun kennara. Miðvikudaginn  5. nóvember n. k. verður haldinn fundur í Menntaskólanum á Akureyri rá kl. 20-22.
04.11.2008

Fréttatilkynning

Menntamálaráðuneytið boðar til opins borgarafundar til kynningar og umræðna um ný lög um skóla og menntun. Fundurinn verður haldinn í Menntaskólanum á Akureyri 5. nóvember frá kl. 20:00 - 22:00.
04.11.2008

Forvarnardagurinn 2008

Forvarnardagurinn verður haldinn í þriðja sinn næstkomandi, fimmtudag, 6. nóvember, um land allt. Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands í samstarfi við  Samband íslenskra sveitarfélaga, Bandalag íslenskra skáta, Ungmennafélag Íslands o.fl.  Nánari upplýsingar má fá með því að smella á tengilinn hér http://www.forvarnardagur.is/
04.11.2008

Gallerýið í sveitinni - Höllin við ána

Gallerýið í sveitinni - höllin við ána

Opnum að nýju eftir langa hvíld að Teigi, laugardaginn 1. nóvember kl. 10:00.
Opið verður alla daga nema mánudaga og miðvikudaga frá kl. 14:00-22:00.
Fjölbreytt úrval af list-og handverksvörum auk annarra gjafavara.
Opnunarhelgina er opið báða dagana frá kl. 10:00-22:00.
Sjáumst hress, ekkert kreppustress.

Allir innilega velkomnir, framleiðendur.
31.10.2008

Tónlistarskóli Eyjafjarðar 20 ára


Tónlistarskóli Eyjafjarðar er 20 ára um þessar mundir og á þeim tímapunkti er eðlilegt að blása til tónleikaveislu.  Vikuna 3. – 7. nóvember verðum við á faraldsfæti og höldum tónleika á hverjum degi. 
31.10.2008