Fréttayfirlit

Bráðabirgðaviðbygging við Krummakot á leiðinni

Einingar sem setja á upp við leikskólann á Krummakoti til að brúa vilið fram að opnun nýs leikskólahúsnæðis eru nú væntanlegar á svæðið og í uppsetningu dagana 11.-15. september.
01.09.2023
Fréttir

Jöfnunarstyrkur fyrir nemendur á framhaldsskólastigi - Umsóknarfrestur til 15. október fyrir haustönn og 15. febrúar á vorönn

Hverjir geta fengið jöfnunarstyrk? Nemendur á framhaldsskólastigi sem stunda nám fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni geta átt rétt á jöfnunarstyrk. Nemandi telst stunda reglubundið nám sé hann skráður í og gengið til prófs í a.m.k. 20 FEIN-einingum á önn. Námsmenn í starfsnámi/iðnnámi og aðfaranámi geta átt rétt á bæði námslánum og jöfnunarstyrk. Námsmaður getur þó ekki fengið bæði jöfnunarstyrk og námslán á sömu önn. Nemendur í launuðu starfsnámi eiga ekki rétt á jöfnunarstyrk. Háskólanemar eiga ekki rétt á jöfnunarstyrk. Allar upplýsingar um jöfnunarstyrk er að finna hér á síðunni menntasjodur.is  Umsóknarfrestir Umsóknarfrestur er til 15. október á haustönn og 15. febrúar á vorönn. Ef umsókn um námsstyrk berst eftir auglýstan umsóknarfrest skerðist styrkurinn um 15% frá 1. nóvember á haustönn og frá 1. mars á vorönn. Ekki er hægt að sækja um styrk eftir að fjórir mánuðir eru liðnir frá umsóknarfresti á viðkomandi önn. Það opnar fyrir umsóknir um jöfnunarstyrk þann 1. september, bæði fyrir haust- og vorönn.  
31.08.2023
Fréttir

Fundarboð 615. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 615. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, fimmtudaginn 31. ágúst 2023 og hefst kl. 08:00. Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 45 - 2308002F 1.1 2308012 - Fjallskil 2023 2. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 395 - 2308003F 2.1 2308021 - Heilsueflandi ferðaþjónusta - Blá hafið 2.2 2308020 - Byggingarleyfi fyrir bráðabirgðar viðbyggingu við leikskólann að Krummakoti. 2.3 2308001 - Gröf - umsókn um stofnun lóðar undir núverandi íbúðarhús 2.4 2308015 - Stóri-Dalur - umsókn um stofnun sjö nýrra lóða 2.5 2201016 - Arnarhóll lóð - umsókn um byggingarreit 2.6 1901023 - Ósk um leyfi fyrir vinnu við aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi í landi Leifsstaða II 2.7 2308019 - Framkvæmdaleyfi fyrir tímabundna haugsetningu Ytri-Varðgjá 2.8 2308016 - Ytri-Varðgjá deiliskipulag íbúðarsvæðis 2.9 2308022 - Reiðleið um Brúnir 2.10 2208016 - Ytri-Varðgjá 3 - íbúðir og hótel Fundargerðir til kynningar 3. Óshólmanefnd - fundargerð 28.06.2023 - 2308004 4. Óshólmanefnd - fundargerð 5.07.2023 - 2308005 5. Héraðsskjalasafnið á Akureyri - Ársskýrsla 2022 - 2308006 Almenn erindi 6. SSNE - Frumhagkvæmnimat líforkuvers - 2212028 7. Erindi til eigenda Norðurorku hf. vegna fjármögnunar - 2308011 29.08.2023 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.  
29.08.2023
Fréttir

Lengri opnunartími á laugardaginn

Laugardaginn 2. september, á gangnadaginn, munum við lengja opnunartíma sundlaugarinnar til kl. 20. Bjóðum gangnafólk og aðra fjárhirða velkomna í sund eftir göngur dagsins. Íþróttamiðstöðin.
28.08.2023
Fréttir

Seinkun á sorphirðu vegna veikinda - endurvinnsluefni sunnan Miðbrautar

Sorphirðu seinkar um sólarhring vegna veikinda hjá Terra. Sækja átti í dag mánudaginn 28.08.23 endurvinnsluefni sunnan Miðbrautar.
28.08.2023
Fréttir

Vetrarstarf umf. Samherja hefst skv. tímatöflu mánudaginn 28. ágúst

Vikuna 28. ágúst - 3. september verður opin vika hjá okkur þar sem öllum gefst tækifæri til að prófa þá tíma sem boðið verður upp á í vetur. Tímataflan er birt með fyrirvara um mögulegar breytingar á tímasetningu (og staðsetningu) þrektíma fyrir unglinga og fullorðna. Vonandi finna allir eitthvað við sitt hæfi. Endilega fylgist með fréttum á heimasíðu og facebook síðu umf. Samherja.
22.08.2023
Fréttir

Gangnaseðlar 2023

Gangnaseðlar 2023 vegna sauðfjár liggja nú fyrir og má nálgast hér í fréttinni.
22.08.2023
Fréttir

Vetraropnun sundlaugarinnar

Frá og með laugardeginum 26. ágúst tekur við vetraropnunartími sundlaugarinnar: Mánudagar - fimmtudagar 06.30 - 08.00 og 14.00 - 22.00 Föstudagar - 06.30 - 08.00 og 14.00 - 19.00 Helgar - 10.00 - 19.00
21.08.2023
Fréttir

Hvatningarverðlaun Eyjafjarðarsveitar

Þau Páll Snorrason, Hörður Snorrason og Helga Hallgrímsdóttir í Hvammi hafa hlotið fyrstu Hvatningarverðlaun Eyjafjarðarsveitar fyrir óeigingjarnt framlag þeirra við að prýða umhverfi hjóla- og göngustígsins með skiltum og skúlptúrum.
18.08.2023
Fréttir

Gangnadagar 2023

1. göngur verða gengnar 31. ágúst - 3. september. 2. göngur verða tveim vikum síðar þ.e. 15. - 17. september. Hrossasmölun verður 6. október og stóðréttir 7. október.
15.08.2023
Fréttir