Frá og með 18. nóvember verður öllum pósti í Hrafnagilshverfi dreift í póstbox
Athugið að þetta á við íbúa Hrafnagilshverfis en allir sem vilja geta hins vegar valið að fá sendingar í póstboxið.
Nú er lokið við uppsetningu á póstboxi við Skólatröð 11 og verður það tekið í notkun frá og með 18. nóvember. Íslandspóstur hefur nú dreift eyðublaði í alla póstkassa í hverfinu og gengið í hús í Bakkatröðinni til að dreifa því. Fylla þarf út þetta eyðublað sem fyrst og setja í póstkassa sem er við póstboxið í Skólatröð 11, til að hægt sé að koma pósti til skila til einstaklinga og fyrirtækja í Hrafnagilshverfi.
06.11.2024
Fréttir