Fréttayfirlit

Fundarboð 626. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 626. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, fimmtudaginn 8. febrúar 2024 og hefst kl. 08:00
06.02.2024
Fréttir

Lífshlaupið hefst á miðvikudaginn!

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til að hreyfa sig meira í sínu daglega lífi en stuðst er við ráðleggingar frá Embætti landlæknis um hreyfingu. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 150 mínútur á víku. En í Lífshlaupinu er miðað við 30 mínútur á dag fyrir fullorðna. Í ár er nýr keppnisflokkur fyrir Hreystihópa 67+ hér má finna allt um Lífshlaupið https://lifshlaupid.is/
05.02.2024
Fréttir

Eyvindur 2023 - rafrænt eintak

Árlega gefur menningarmálanefnd út blaðið Eyvind sem er dreift frítt á öll heimili í sveitarfélaginu. Nú má einnig nálgast blaðið hér.
02.02.2024
Fréttir

Kærkomin gjöf í Krummakot

Við tókum við kærkominni gjöf frá Kvenfélaginu Hjálpinni í dag. Við fengum um 110.000.- krónur og keyptum fyrir það: trampólín, skynjunarrólu, kjöltupúða með þyngingu, þrýstivesti og tvöfalt þrautabretti. Til að afhenda þessa frábæru gjöf komu þær Auður, Eva Rakel og Freyja Sól frá kvenfélaginu Hjálpinni. Enn og aftur þúsund þakkir fyrir okkur, nemendur Krummakots munu svo sannarlega njóta góðs af þessari fallegu gjöf.
02.02.2024
Fréttir

Bjarki Ármann Oddsson nýr skrifstofu- og fjármálastjóri Eyjafjarðarsveitar

Bjarki Ármann Oddsson hefur verið ráðinn sem skrifstofu- og fjármálastjóri Eyjafjarðarsveitar og tekur hann við starfinu af Stefáni Árnasyni þann 1.maí næstkomandi.
02.02.2024
Fréttir

Leikskólinn Krummakot auglýsir eftir að ráða leikskólakennara eða starfsfólk með aðra háskólamenntun til starfa - Umsóknarfrestur er til 15. feb 2024

Leikskólinn Krummakot auglýsir eftir að ráða leikskólakennara eða starfsfólk með aðra háskólamenntun til starfa. ● Tveir kennarar í 100% ótímabundnar stöður á deild með yngri börnum. Leikskólakennara eða starfsmenn með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi. Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Á Krummakoti eru 79 dásamleg börn sem eru á aldrinum 1 - 6 ára. Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands. Unnið er að byggingu nýs húsnæðis fyrir leikskólann sem stefnt er á að opna árið 2024/2025 og gefst því færi á að taka þátt í spennandi tímum og mótun starfsins í nýju húsnæði. Menntunar- og hæfniskröfur ● Hæfni samkvæmt reglugerð 1355/2022 um almenna og sérhæfða hæfni kennara og leyfi til að nota starfsheitið kennari. ● Færni í að vinna í stjórnendateymi. ● Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund. ● Góð íslenskukunnátta skilyrði. ● Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf. Umsóknarfrestur er til 15. feb 2024. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Öllum umsóknum verður svarað. Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is  
29.01.2024
Fréttir

Þróun íbúðarbyggðar í Vaðlaheiði – Rammahluti aðalskipulags, samstarfsverkefni Eyjafjarðarsveitar og Svalbarðsstrandarhrepps – kynning tillögu á vinnslustigi

Opinn kynningarfundur vegna skipulagsverkefnisins Heiðarinnar fer fram í matsal Hrafnagilsskóla, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, kl. 20:00 fimmtudaginn 1. febrúar 2024. Um er að ræða rammahluta aðalskipulags sem Eyjafjarðarsveit og Svalbarðsstrandarhreppur hafa sameinast um að vinna vegna áforma um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Vaðlaheiði. Á fundinum munu fulltrúar beggja sveitarfélaga og aðstandenda verkefnisins kynna skipulagstillöguna og svara fyrirspurnum um málið frá fundargestum.
24.01.2024
Fréttir

Öryggi barna í bíl

"Ökumaður og farþegar í bíl eiga að vera með öryggisbeltin spennt. Það mega ekki vera fleiri í bílnum en hann er skráður fyrir og allir eiga að nota viðeigandi öryggisbúnað. Barn undir 135 cm verður að vera í viðurkenndum öryggisbúnaði sem hæfir hæð þess og þyngd. Í ökutækjum má einungis nota öryggis- og verndarbúnað fyrir börn sem uppfyllir kröfur samkvæmt reglum ECE nr. 44.04 eða 44.03. Sekta má ökumann sem ekki sér til þess að börn undir 15 ára aldri noti viðeigandi öryggisbúnað." Hér er hlekkur á síðu með nánari upplýsingum hjá Samgöngustofu, þar sem hægt er að nálgast bæði myndbönd sem textuð eru á íslensku, ensku og pólsku og svo einblöðunga sem eru til á íslensku, ensku, spænsku, tælensku, pólsku og filippseysku. Einblöðungar Umferðaröryggi leikskólabarna Öryggi barna í bíl - Íslenska Öryggi barna í bíl - Enska Öryggi barna í bíl - Spænska Öryggi barna í bíl - Tælenska Öryggi barna í bíl - Pólska Öryggi barna í bíl - Filippseyska
23.01.2024
Fréttir

Fundarboð 625. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 625. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 25. janúar 2024 og hefst kl. 08:00. Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 405 - 2401004F 1.1 2209020 - Espihóll deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi 1.2 2308016 - Ytri-Varðgjá deiliskipulag íbúðarsvæðis 1.3 2208016 - Ytri-Varðgjá 3 - íbúðir og hótel 1.4 2210043 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar endurskoðun 2022 Fundargerðir til kynningar 2. Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - fundargerð 13. fundar - 2401005 3. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 941 - 2401010 4. Norðurorka - Fundargerð 293. fundar - 2401014 Almenn erindi 5. Búnaðarfélag Saurbæjarhrepps - Eignarhlutur í Sólgarði - 2305013 23.01.2024 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.  
23.01.2024
Fréttir

Þorrablót 2024 - Miðaafhending og sala

Miðaafhending og sala í íþróttamiðstöðinni miðvikudaginn 24. janúar kl. 16-20 og fimmtudaginn 25. janúar kl. 18-22. Enginn posi á staðnum, en hægt að millifæra.
22.01.2024
Fréttir