Fréttayfirlit

Breyttur opnunartími á leikskólanum frá áramótum

Frá og með áramótum mun opnumartími leikskólans Krummakots vera frá klukkan 7:30 til klukkan 16:15.
21.11.2023
Fréttir

Fundarboð 621. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 621. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, fimmtudaginn 23. nóvember 2023 og hefst kl. 08:00. Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. Velferðar- og menningarnefnd - 10 - 2311004F 1.1 2310012 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 til 2027 2. Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - 7 - 2310010F 2.1 2306002 - Íþróttamiðstöð - Starfsemi félagsmiðstöðvar 2.2 2102022 - Erindisbréf ungmennaráðs 2.3 2309027 - SSNE - Ungmennaþing 2023 2.4 2310033 - Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - Viðbygging Hrafnagilsskóla - Félagsmiðstöð 2.5 2310034 - Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - Stefnumótun fyrir frístundastarf barna- og unglinga í Eyjafjarðarsveit 3. Framkvæmdaráð - 141 - 2311003F 3.1 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla 3.2 2310012 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 til 2027 3.3 2311003 - Framkvæmdaráð fjárhagsáætlun 2024 4. Framkvæmdaráð - 142 - 2311007F 4.1 2311003 - Framkvæmdaráð fjárhagsáætlun 2024 5. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 401 - 2311005F 5.1 2310012 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 til 2027 5.2 2301013 - Svæðisskipulag Suðurhálendis - Óskað eftir umsögn á tillögu 5.3 2311029 - Endurskoðun aðalskipulags Hörgársveitar 2012-2024 - umsagnarbeiðni 5.4 2211015 - Umsókn um framkvæmdaleyfi, endurbætur á landbúnaðarlandi og stækkun á túni Fundargerðir til kynningar 6. Tún vottunarstofa - Aðalfundur 2023 - 2308002 7. Norðurorka - fundargerð 292. fundar - 2311036 8. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 937 fundar - 2311035 9. HNE - Fundargerð 232 - 2311033 Almenn erindi 10. UMF Samherjar - Árskort hjá Samherjum í samstarfi við Íþróttamiðstöð Esveitar - 2311013 11. Athafnasvæði á Bakkaflöt - deiliskipulag og breyting á Aðalskipulagi - 2310005 Fyrir fundinum liggja uppfærð drög að skipulagslýsingu vegna athafnasvæðis við Bakkaflöt dags. 18. október 2023. 12. Skólastefna Eyjafjarðarsveitar - 2310027 13. Grænbók í málefnum innflytjenda og flóttafólks - 2311019 14. Þjónustusamningur um málefni fatlaðra - 2210013 15. Hlutur Eyjafjarðarsveitar í Norðurorku - 2311032 16. Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 til 2027 - 2310012 Almenn erindi til kynningar 17. Stjórnsýlsukæra Mennta- og barnamálaráðuneyti - vegna skólaaksturs að Þormóðsstöðum - 2301012 18. Bókun SHÍ varðandi fyrirkomulag eftirlits - 2311034 21.11.2023 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.  
21.11.2023
Fréttir

Störf hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar

Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar auglýsir tvær stöður á skrifstofuembættisins til umsóknar. Byggðasamlagið Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar bs. var stofnað árið 2017 og annast það skipulags- og byggingarmál í Grýtubakkahreppi, Svalbarðsstrandarhreppi, Eyjafjarðarsveit og Hörgársveit skv. skipulagslögum nr. 123/2010 og mannvirkja lögum nr. 160/2010. Starfstöð byggðasamlagsins er í Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi og þar vinna þrír starfsmenn. VERKEFNISSTJÓRI BYGGINGARMÁLA Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar (SBE) auglýsir eftir aðila í 80-100 % stöðu verkefnisstjóra byggingarmála. Starfið felst í leyfisveitingum og lögbundnu byggingareftirlit sveitarfélags eins og það er fyrirskrifað í 8. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010. Starfmaðurinn mun bera ábyrgð á úrvinnslu erinda sem til afgreiðslu koma hjá SBE, svo sem yfirferð uppdrátta, útgáfu byggingarleyfa, samskiptum við umsækjendur og fagaðila, framkvæmd reglulegs byggingareftirlits, framkvæmd öryggis- og lokaúttekta auk annarra verkefna á sviði byggingarmála. Auk þess mun starsmaðurinn hafa aðkomu að innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu og annarra tækninýjunga á sviði byggingareftirlits. Um er að ræða nýja stöðu og leitað er að öflugum og hæfum einstaklingi sem hefur metnað til að vaxa og eflast í starfi og áhuga á að setja mark sitt á viðfangsefni sín. Starfstöð er á skrifstofu SBE, Skólatröð 9 í Hrafnagilshverfi. Meðal verkefna starfsmannsins verða: Útgáfa byggingarleyfa og annarra leyfisbréfa vegna leyfisveitinga skv. mannvirkjalögum nr. 160/2010. Útgáfa lokavottorða og annarra vottorða skv. mannvirkjalögum nr. 160/2010. Skráning byggingarleyfa í Mannvirkjaskrá HMS. Yfirferð uppdrátta. Framkvæmd byggingareftirlits. Þáttaka í innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu á sviði byggingarmála. Aðstoð við þróun byggingareftirlits og innleiðingu tækninýjunga. Þáttaka í samstarfsverkefnum milli sveitarfélaga á sviði byggingarmála. Upplýsingagjöf, leiðbeiningar og aðstoð á sviði byggingarmála við borgara og framkvæmdaraðila og aðra hagsmunaaðila. Þáttaka í innra eftirliti skv. gæðakerfi embættisins. Undirbúningur og eftirfylgni afgreiðslufunda skipulags- og byggingar fulltrúa. Hæfni- og menntunarkröfur: Menntun á sviði byggingarmála skv. 25. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010. Góð íslenskukunnátta. Lipurð í samskiptum. Stundvísi og skipulögð vinnubrögð. Samvinnuhæfni og jákvæðni í samskiptum. Reynsla af hönnun er kostur. Reynsla af vinnu samkvæmt gæðakerfi er kostur. Reynsla af Mannvirkjaskrá eða sambærilegum gagnagrunnum er kostur. Þekking á algengum hugbúnaði á borð við MS Office, CAD, BIM og GIS hugbúnaði er kostur. MÓTTÖKUSTARFSMAÐUR Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar auglýsir eftir aðila í 50 % stöðu starfsmanns á skrifstofu. Starfið felst í móttöku erinda, símavörslu og úrvinnslu annarra verkefna á skrifstofu embættisins, Skólatröð 9 í Hrafnagilshverfi. Meðal verkefna starfsmannsins verða: Móttaka erinda og símavarsla Skráning upplýsinga í skjalakerfi embættisins Innra eftirlit skv. gæðakerfi embættisins Skönnun teikninga Almenn skrifstofustörf Samskipti við málsaðila vegna skipulagsmála s. grenndarkynninga Hæfni- og menntunarkröfur: Góð tölvukunnátta Góð íslenskukunnátta Stundvísi og skipulögð vinnubrögð Reynsla af skrifstofustörfum Samvinnuhæfni og jákvæðni í samskiptum. Þekking á tölvuforritunum Outlook, Word og öðrum algengum hugbúnaði er kostur Umsóknarbréf og ferilskrá í pdf sniði skulu send í tölvupósti í síðasta lagi 15. desember 2023 á netfangið vigfus@sbe.is. Nánari upplýsingar veitir Vigfús Björnsson, skipulags- og byggingarfulltrúi, í síma 463-0620.
21.11.2023
Fréttir

Mannamót Markaðsstofanna

Mannamót markaðsstofanna er árlegur viðburður þar sem haft er að leiðarljósi að skapa kynningarvettvang fyrir ferðaþjónustuaaðila á landsbyggðinni og tækifæri fyrir þá til að koma á fundum fagaðila í greininni. Þetta er vettvangur fyrir ferðaþjónustuaðila að kynna sig og kynnast öðrum.
16.11.2023
Fréttir

Stóri-Hamar 1, Eyjafjarðarsveit – breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 12. október 2023 að vísa tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 vegna efnistökusvæðis í landi Stóra-Hamars 1 (L152778), í auglýsingu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsverkefnið snýr að því að skilgreina efnistökusvæði í landi Stóra-Hamars 1 sem í gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Svæðið sem um ræðir er staðsett vestan Eyjafjarðarbrautar eystri. Þá eru sett ákvæði varðandi stærð svæðisins og magn efnis sem heimilt er að taka úr því. Skipulagstillagan er aðgengileg á skrifstofu sveitarfélagsins frá 15. nóvember til 27. desember 2023, á heimasíðu sveitarfélagsins www.esveit.is og á vef Skipulagsgáttar www.skipulagsgatt.is undir máli nr. 304/2023. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn frestur til 27. desember 2023 til að gera athugasemdir við tillögurnar. Hægt er að koma athugasemdum á framfæri undir málinu á vef Skipulagsgáttar með innskráningu rafrænna skilríkja. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 605 Akureyri eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is. Skipulags- og byggingarfulltrúi
13.11.2023
Fréttir

Skráning á húsnæði fyrir Grindvíkinga

Rauði krossinn hefur sett á vefinn skráningarblað sem ætlað er þeim sem geta lánað húsnæði til þeirra Grindvíkinga sem enn eru ekki komnir í húsaskjól.
13.11.2023
Fréttir

Opinn fundur um fjárhagsáætlun Eyjafjarðasveitar mánudaginn 13. nóvember kl. 20:00 í matsal Hrafnagilsskóla

Sveitarstjórn býður íbúum sveitarfélagsins til opins fundar um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Fundurinn er áhugasömum til upplýsingar um fjárhag og fjárfestingar sveitarfélagsins á næstu árum. Þar gefst gestum kostur á að varpa fram spurningum og til og með 16. nóvember verður tekið við ábendingum frá íbúum í tengslum við fjárhagsáætlun á netfanginu esveit@esveit.is.
07.11.2023
Fréttir

Lokað á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar föstudaginn 10. nóvember

Föstudaginn 10. nóvember verður lokað á skrifstofunni þar sem starfsmenn skrifstofu sveitarfélagsins og Skipulags- og byggingafulltrúa ásamt þeim sveitarstjórnum sem að embættinu standa munu kynna sér skipulagsverkefni og önnur uppbyggileg verkefni í grennd við Árborg og Hveragerði.  Skrifstofa sveitarfélagsins opnar aftur á hefðbundnum tíma mánudaginn 13. nóvember Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.
07.11.2023
Fréttir

Fundarboð 620. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 620. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 9. nóvember 2023 og hefst kl. 08:00. Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 268 - 2310007F 1.1 2310012 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 til 2027 1.2 2310028 - Leikskólinn Krummakot - Beiðni um hækkun á starfshlutfalli sérkennslustjóra 1.3 2308007 - ADHD samtökin - Styrkumsókn 2023 1.4 2310032 - Opnunartími leiksólans Krummakot 1.5 2310004 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla - lóð og tæki 2. Velferðar- og menningarnefnd - 9 - 2310008F 2.1 2310012 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 til 2027 2.2 2309037 - Aflið-Systursamtök Stígamóta - Styrkumsókn 2.3 2208029 - Styrkir til menningarmála 2022 2.4 2310018 - Huldustígur - Umsókn um styrk til menningarmála 2023 2.5 2310023 - Sólveig Bennýjar. Haraldsdóttir - Umsókn um styrk til menningarmála 2023 2.6 2310024 - Hrund Hlöðversdóttir - Umsókn um styrk til menningarmála 2023 2.7 2304032 - Brynjólfur Brynjólfsson - Umsókn um styrk 3. Atvinnu- og umhverfisnefnd - 9 - 2310011F 3.1 2310012 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 til 2027 3.2 2309023 - Umhverfisstofnun - Samningur um refaveiðar 2023-2025 og áætlun 2023-2025 3.3 2309032 - Umhverfisstofnun - Skil á refa- og minkaveiðiskýrslu 2022-2023 3.4 2309004 - Loftslagsstefna Eyjafjarðarsveitar 3.5 2304028 - Umhverfisverðlaun 2023 4. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 400 - 2311001F 4.1 2310005 - Athafnasvæði á Bakkaflöt - deiliskipulag og breyting á Aðalskipulagi 4.2 2211015 - Umsókn um framkvæmdaleyfi, endurbætur á landbúnaðarlandi og stækkun á túni 4.3 2308016 - Ytri-Varðgjá deiliskipulag íbúðarsvæðis 4.4 2311009 - Mikligarður II - umsókn um stofnun lóðar 2023 4.5 2311001 - Vegagerðin - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Helgastaðavegar nr. 8397-01 af vegaskrá 4.6 2311002 - Vegagerðin - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Botnsvegar (8328-01) af vegaskrá Fundargerðir til kynningar 5. Norðurorka - Fundargerð 290. fundar - 2310029 6. Norðurorka - Fundargerð 291. fundar - 2310030 7. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 936 - 2311006 8. Molta - 110. stjórnarfundur - 2311012 Almenn erindi 9. Samstarfssamningur Eyjafjarðarsveitar og Hestamannafélagsins Funa - 2311004 Stjórn Hestamannafélagsins Funa óskar eftir samtali við sveitarstjórn um samstarfssamning milli Eyjafjarðarsveitar og Hestamannafélagsins Funa en samkvæmt honum á að endurskoða hann á fjögurra ára fresti, einu ári eftir sveitarstjórnarkosningar. Óskað er samtals sérstaklega um uppbyggingu í Funaborg með það fyrir augum hvort útvíkka megi uppbygginguna út fyrir félagsheimilið. 10. Samningur um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar - 2311005 Samningur um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar tekinn til fyrri umræðu. 11. Kirkjugarðar Laugalandsprestakalls - Beiðni um fjárframlag vegna endurnýjunar á girðingu og gerð bílaplans við kirkjugarðinn á Möðruvöllum og minni háttar framkvæmdir við hina kirkjugarðana - 2311007 12. SSNE - Vetraríþróttamiðstöð Íslands - 2311008 13. Ríkisjarðirnar Háls og Saurbær - 2311010 16. Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 til 2027 - 2310012 Almenn erindi til kynningar 14. Markaðsstofa Norðurlands - Staðan okt 2023 - 2310031 15. Molta - Ný gjaldskrá frá 1. janúar 2024 - 2311011 07.11.2023 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.  
07.11.2023
Fréttir

Ytri-Varðgjá Vaðlaskógur, Eyjafjarðarsveit - aðal- og deiliskipulagstillögur

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 31. ágúst 2023 að vísa aðal- og deiliskipulagstillögu vegna breytingar á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og vegna breytingar á deiliskipulagi baðstaðar í landi Ytri-Varðgjár í auglýsingu skv. 31. gr. og 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulagsbreytingin lýtur að því að verslunar- og þjónustusvæði VÞ22 stækkar til suðurs og nær yfir svæði sem í núverandi aðalskipulagi eru skilgreind sem íbúðarsvæði (ÍB22) og skógræktar- og landgræðslusvæði. VÞ22 verður eftir breytinguna 3,5 ha að stærð og íbúðarsvæði ÍB22 fellur út. Breytingin miðar að því að innan svæðis VÞ22 verði heimilt að reisa hótel. Breyting á deiliskipulaginu felur í sér að skipulagssvæðið stækkar úr 2,6 ha í 5,3 ha, þannig að það nær yfir fyrirhugað hótel og aðkomusvæði. Á hótellóðinni verði heimilt að reisa allt að 5 hæða hótel með allt að 120 herbergjum, auk bílgeymslu og þjónusturýmis. Bílastæði og aðkomusvæði yrðu vestan og sunnan byggingarreits auk þess sem gert er ráð fyrir nýrri laug sem næði frá núverandi laug Skógarbaða að hóteli. Skipulagsverkefnið tekur til framkvæmda sem tilgreindar eru í 12.04 viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og fylgir skipulagstillögunum umhverfisskýrsla. Skipulagstillögurnar eru aðgengilegar á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 9. nóvember og 21. desember 2023, á heimasíðu sveitarfélagsins, www.esveit.is og á vefsíðu Skipulagsgáttar, www.skipulagsgatt.is undir málsnúmerum 805/2023 og 807/2023. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugsemdir við skipulagstillögurnar til 21. desember 2023. Hægt er að koma athugasemdum á framfæri undir málinu á vef Skipulagsgáttar með innskráningu rafrænna skilríkja. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is. Skipulags- og byggingarfulltrúi
07.11.2023
Fréttir