Fréttayfirlit

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar - Miðasölu lýkur 21. janúar kl. 23:59

Miðasölu lýkur sunnudaginn 21. janúar kl. 23.59. Smellið á hlekkinn sem fylgir hér með og pantið miða sem allra fyrst. MIÐAPANTANIR HÉR
18.01.2024
Fréttir

Þorrablót - Seinni dagur símasölu er í dag 17.01.24

Seinni dagur símasölu er í dag, þeir sem ætla að nýta sér þann ágæta samskiptamiðil eru vinsamlegast beðnir um að halda símastúlkunum okkar upptekum í dag. Það eru ekki þrjár stuttar, ein löng og tvær stuttar, heldur alvöru símanúmer sem lesa má sér til um hér fyrir neðan. Koma svo!!
17.01.2024
Fréttir

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2024 - Miðapöntun

Hér er hægt að panta miða á hið eina sanna Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2024. Þorrablótið verður haldið laugardaginn 27. janúar og húsið opnar kl. 19:00. Þorramatur kemur frá Bautanum og er hann innifalinn í verði, veislustjóri verður Sverrir Þór Sverrisson og hljómsveit kvöldsins verður Landabandið. Miðinn kostar 13.000 kr. Miðaafhending og sala fer fram 24. janúar milli kl. 16:00 og 20:00 og 25. janúar á milli kl. 18:00 og 22:00 og fer hún fram í anddyri Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar. Þá þarf að greiða fyrir miðana. ATHUGIÐ AÐ EKKI er posi á staðnum en tekið er við millifærslum. Athugið að mikilvægt er að gefa upp tölvupóstfang sitt, en allir sem panta fá staðfestingarpóst (athugið að hann gæti lent í ruslpóstinum). Nóg er að fá nafn og símanúmer þess sem pantar miðana. Mest er hægt að panta 15 miða í einu. Nefndin áskilur sér rétt á að takmarka fjölda miða per pöntun ef eftirspurn fer fram úr hófi. Yfirmaður miðasölu er Helga Sigfúsdóttir, ef þið lendið í einhverju veseni eða hafið einhverjar spurningar endilega heyrið í Helgu í síma 892 5307 eða í tölvupósti torrablotesveit@gmail.com. https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScxljMO6pqds0r4Xc6TStzdTWOTIN3ekQJcgULlR4s4fQinlQ/viewform
12.01.2024
Fréttir

Kröftugt samfélag og spennandi tímar

Ég vakna að morgni, tölti út og anda að mér fersku lofi froststillunnar, dreg inn orkuna sem liggur yfir öllu og glitrar á hélaðri jörð Eyjafjarðarsveitar. Samfélagið hér býr yfir miklum krafti sem hefur í gegnum aldirnar byggst upp og mótast af frumkvöðlum bændastéttarinnar. Við sem hér búum í dag njótum góðs af ósérhlífinni vinnu fyrri kynslóða sem lagt hafa mikið af mörkum við að byggja upp sín heimili, sín bú og sína atvinnustarfsemi.
09.01.2024
Fréttir

Þróun íbúðarbyggðar í Vaðlaheiði – Rammahluti aðalskipulags, samstarfsverkefni Eyjafjarðarsveitar og Svalbarðsstrandarhrepps – kynning tillögu á vinnslustigi

Sveitarstjórnir Eyjafjarðarsveitar og Svalbarðsstrandarhrepps samþykktu á fundum sínum 7. og 12. desember 2023 að vísa skipulagstillögu fyrir rammahluta Aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og Aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020, sem felur í sér breytingu á núgildandi aðalskipulögum, í kynningarferli samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tilgangur skipulagsverkefnisins er að móta heildstæða stefnu um þróun byggðar í Vaðlaheiði til framtíðar. Horft er á skipulagssvæðið sem eina heild þrátt fyrir að um tvö sveitarfélög sé að ræða. Markmið skipulagsins er að skipuleggja aðlaðandi og búsetuvæna byggð með dreifbýlisyfirbragði sem falli vel að náttúrulegu umhverfi svæðisins. Stefnt er að því að rammahluti aðalskipulags verði forskrift fyrir gerð deiliskipulagsáætlana og uppbyggingu á svæðinu til framtíðar. Skipulagstillagan er aðgengileg á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi og á sveitarskrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps, Ráðhúsinu, á heimasíðum sveitarfélaganna, www.esveit.is og www.svalbardsstrond.is og á vef Skipulagsgáttar undir málsnúmerum 1066/2023 (Eyjafjarðarsveit) og 1082/2023 (Svalbarðsstrandarhreppur) milli 10. janúar og 14. febrúar 2024. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri til 14. febrúar 2024. Hægt er að koma athugasemdum á framfæri undir málunum á vef Skipulagsgáttar með innskráningu rafrænna skilríkja. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is. Opinn kynningarfundur vegna verkefnisins fer fram í matsal Hrafnagilsskóla, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, kl. 20:00 fimmtudaginn 1. febrúar 2024. Þar munu fulltrúar beggja sveitarfélaga og aðstandenda verkefnisins kynna skipulagstillöguna og svara fyrirspurnum um málið frá fundargestum. Skipulags- og byggingarfulltrúi
04.01.2024
Fréttir

Bókasafnið verður lokað föstudaginn 12. janúar

Af óviðráðanlegum orsökum verður bókasafnið lokað föstudaginn 12. janúar. Annars eru venjulegir opnunartímar: Þriðjudagar kl. 14:00-17:00 Miðvikudagar kl. 14:00-17:00 Fimmtudagar kl. 14:00-18:00 Föstudagar kl. 14:00-16:00 Á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns, lestrar og skoðunar á staðnum. Komið við á bókasafninu og kynnið ykkur hvað þar er að finna. Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan. Ekið er niður með skólanum að norðan. Bókavörður.
03.01.2024
Fréttir

Leikskólinn Krummakot auglýsir eftir tímabundinni afleysingu í móttökueldhús

● Um er að ræða 50 - 100% stöðu eða e.t.v tvær 50% stöður. ● Afleysing a.m.k. bara í janúar og febrúar en möguleiki á meiri vinnu. ● Æskilegt er að byrja sem fyrst eða eftir samkomulagi. Allur matur er eldaður í eldhúsinu í Hrafnagilsskóla þannig að það þarf að taka á móti matnum og græja fyrir bæði matsal og vagna. Síðan er það frágangur og uppvask sem og að sjá um allan þvottinn. Þar sem að hann er mikill á svona stóru heimili. Menntunar- og hæfniskröfur ● Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund. ● Metnaður og áhugi til að taka þátt í góðu skólastarfi. Umsóknarfrestur er til 10.janúar 2024 Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Öllum umsóknum verður svarað. Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is
03.01.2024
Fréttir

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Bókasafnið opnar aftur eftir hátíðarnar miðvikudaginn 3. janúar. Þá er opið eins og venjulega frá kl. 14:00-17:00. Venjulegir opnunartímar: Þriðjudagar kl. 14:00-17:00 Miðvikudagar kl. 14:00-17:00 Fimmtudagar kl. 14:00-18:00 Föstudagar kl. 14:00-16:00 Þakka liðin ár og sjáumst hress á nýju ári. Bókavörður.
28.12.2023
Fréttir

Kæru sveitungar

Um leið og við óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á árinu 2024, þökkum við fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Með von um áframhaldandi gott samstarf á nýju ári, ekki síst við nemendur og starfsfólk Hrafnagilsskóla. Jólakveðja frá bræðrunum í B.Hreiðarsson.
28.12.2023
Fréttir

Flugeldasala Hjálparsveitarinnar Dalbjargar í Hrafnagilsskóla

Að venju mun Hjálparsveitin Dalbjörg vera með flugeldasölu í Hrafnagilsskóla. Flugeldasalan er okkar stærsta fjáröflun og við hvetjum sem flesta að styrkja björgunarsveitina í okkar heimabyggð. Við tökum einnig við frjálsum framlögum frá þeim sem ekki vilja styrkja í formi flugelda, bæði er hægt að finna upplýsingar á heimasíðunni okkar, dalbjorg.is eða mæta á staðinn og renna korti í gegnum posann, taka spjallið og fá sér kaffisopa. Við minnum á að gæta fyllsta öryggis við meðferð flugelda. Við hlökkum til að taka á móti sveitungum okkar og öðrum velunnurum! Kveðja, Hjálparsveitin Dalbjörg.
28.12.2023
Fréttir