Fréttayfirlit

Þróun íbúðarbyggðar í Vaðlaheiði – Rammahluti aðalskipulags, samstarfsverkefni Eyjafjarðarsveitar og Svalbarðsstrandarhrepps – auglýsing tillögu

Sveitarstjórnir Eyjafjarðarsveitar og Svalbarðsstrandarhrepps samþykktu á fundum sínum 3. og 8. október 2024 að vísa skipulagstillögu fyrir rammahluta Aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og Aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020, sem felur í sér breytingu á núgildandi aðalskipulögum, í auglýsingarferli samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
24.01.2025
Fréttir

Sorphirða

Reikna má með töfum á sorphirðu í vikunni vegna færðar og veðurs. Beðist er velvirðingar á því.
20.01.2025
Fréttir

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2025

Laugardaginn 1. febrúar í íþróttamiðstöðinni Miðasala fer fram 16. janúar til 23. janúar. Hægt er að panta miða á Facebook en einnig verður hægt að hringja og panta miða 20. janúar kl. 17-19 og 21. janúar kl. 19-21. Þið getið hringt í Elínu í síma 868-0226 eða Maríu í síma 771-1903. Miðaverð: 14.000 kr Húsið opnar klukkan 19:00 og borðhald hefst klukkan 20:00 Veislustjórinn í ár er Theodór Ingi og Hljómsveitin Meginstreymi mun leika fyrir dansi. Miðaafhending fer fram mánudaginn 27. janúar milli kl. 16:00 og 20:00 og þriðjudaginn 28. janúar milli kl. 18:00 og 22:00 í anddyri íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar. Þá þarf að greiða fyrir miðana. ATHUGIÐ: EKKI er posi á staðnum en tekið er við millifærslum. Við reynum eftir bestu getu að verða við sætisóskum en best er ef þeir sem vilja sitja saman, panti miða saman.
20.01.2025
Fréttir

Sorphirðudagatal 2025

Sorphirðudagatal 2025 er komið á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar
06.01.2025
Fréttir

Jólakveðjur

Sendum öllum íbúum Eyjafjarðarsveitar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða. Sveitarstjórn og starfsfólk á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
30.12.2024
Fréttir

Opnunartími skrifstofu Eyjafjarðarsveitar

Opið verður á auglýstum opnunartíma skrifstofu kl. 10:00-14:00 frá og með föstudeginum 3. janúar 2025. Lokað verður fimmtudaginn 2. janúar 2025.
30.12.2024
Fréttir

Íþróttamiðstöð - Gjaldskrá 2025

Gjaldskrá 2025
30.12.2024
Fréttir

Opnunartími gámasvæðis yfir hátíðirnar

Gámasvæði við Hrafnagilshverfi er vaktað og lokað utan opnunartíma. Þriðjudagur 24. desember - LOKAÐ Fimmtudagur 26. desember - LOKAÐ Laugardagur 28. desember - OPIÐ kl. 13:00-17:00 Þriðjudagur 31. desember - LOKAÐ Venjulegur opnunartími eftir áramót þ.e. þriðju-, föstu- og laugard. kl. 13:00-17:00.
23.12.2024
Fréttir

Skjólveggur settur upp á vestur- og suðurhliðar sundlaugargarðsins

Starfsfólk eignasjóðs keppist nú við að setja upp skjólvegg á vestur- og suðurhliðar sundlaugargarðsins. Tilgangur framkvæmdanna er að hefta fok á laufi og ýmsum jarðefnum inn á sundlaugarsvæðið og að sama skapi beisla að einhverju leyti vindhviður þangað inn. Þeir Davíð Ágústsson og Hallgrímur Ævarsson voru á vettvangi í morgun að festa járnplötur á girðinguna og virtist farast það verkefni vel úr hendi. 
19.12.2024
Fréttir

Eyvindur 2024 - Lionsklúbbarnir í Eyjafjarðarsveit tóku að sér dreifingu

Íbúar Eyjafjarðarsveitar fá blaðið Eyvind 2024 í póstkassann sinn miðvikudaginn 18. desember. Lionsklúbbarnir í Eyjafjarðarsveit, Vitaðsgjafi og Sif munu sjá um dreifingu á blaðinu til sveitar og þorps. Þeir íbúar sem ekki hafa póstkassa geta nálgast eintak af blaðinu á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, eða haft samband milli kl. 10 og 14 í síma 463-0600. Brottfluttir og/eða aðrir áhugasamir geta skráð sig í áskrift og kostar blaðið 1.000 kr., sendingakostnaður er innifalinn.
17.12.2024
Fréttir