Fréttayfirlit

LEIKSKÓLINN KRUMMAKOT AUGLÝSIR EFTIR KENNARA og starfsmanni í sérkennsluteymi skólans

LEIKSKÓLINN KRUMMAKOT AUGLÝSIR EFTIR KENNARA og starfsmanni í sérkennsluteymi skólans ● Kennari í 100% starf ● Starfsmann í sérkennsluteymi skólans, iðjuþjálfa, þroskaþjálfa, leikskólakennara/sérkennara eða starfsmann með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi. Um er að ræða tímabundna ráðningu með möguleika á áframhaldandi ráðningu í 100% eða 50% og 50% stöðu. Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Á Krummakoti eru 69 dásamleg börn sem eru á aldrinum 1 - 6 ára. Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands. Unnið er að byggingu nýs húsnæðis fyrir leikskólann sem stefnt er á að opna árið 2024/2025 og gefst því færi á að taka þátt í spennandi tímum og mótun starfsins í nýju húsnæði. Menntunar- og hæfniskröfur • Hæfni samkvæmt reglugerð 1355/2022 um almenna og sérhæfða hæfni kennara og leyfi til að nota starfsheitið kennari. • Færni í að vinna í stjórnendateymi. • Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund. • Góð íslenskukunnátta skilyrði. • Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf. Umsóknarfrestur er til 15. október 2023. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Öllum umsóknum verður svarað. Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is
03.10.2023
Fréttir

Lýðheilsuvísar 2023 - Norðurland

Lýðheilsuvísar 2023 - Norðurland Lýðheilsuvísar eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar á hverjum tíma. Það er Landlæknisembættið sem safnar saman upplýsingum og gefur vísana út. Á dögunum voru birtir lýðheilsuvísar fyrir árið 2023 og þá nýjung að finna að nú voru tekin fyrir stærstu sveitarfélögin og lýðheilsuvísar birtir sérstaklega fyrir þau. Við val áhrifaþáttum heilsu og líðanar sem fela í sér tækifæri til heilsueflingar og forvarna og eru þeir því sérstaklega nytsamlegir í verkefni eins og Heilsueflandi samfélagi. Út frá þessum vísum er hægt að setja upp áhersluverkefni sem nýtast hverju svæði fyrir sig. Hvað Norðurland varðar eru hér dæmi um helstu lýðheilsuvísa þar sem tölur eru frábrugðnar landsmeðaltali: Færri sem búa í leiguhúsnæði. Færri fullorðnir hafa orðið fyrir mismunun. Þátttaka í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum meiri. Hamingja fullorðinna minni. Fleir sem meta líkamlega heilsu sína sæmilega eða lélega. Fleiri fullorðnir nota blóðsykurslækkandi lyf. Hvað Akureyrarbæ varðar sérstaklega eru helstu frávik frá landsmeðaltali þessi: Fleiri nemendur í 7. bekk nota virkan ferðamáta í skóla. Sýklalyfjaávísanir til barna yngri en 5 ára færri. Þátttakan í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameini meiri. Færri heilsugæslu- og sérfræðingaheimsóknir. Nikótínpúðanotkun ungs fólks, 18-34 ára, meiri. Fleiri fullorðnir meta andlega og líkamlega heilsu sína sæmilega eða lélega. Nánari upplýsingar um lýðheilsuvísa 2023 má finna á vefsíðu landlæknis, www.landlaeknir.is undir hlekknum Útgefið efni.
03.10.2023
Fréttir

Íþróttavika Evrópu - Fyrirlestur á Brúnum, skráning

Á morgun, laugardaginn 30. september kl. 11:00-13:00, verður fyrirlestur á Brúnum í tilefni af Íþróttaviku Evrópu. Það er Sjálfsrækt á Akureyri sem býður upp á fyrirlesturinn Fimm leiðir að vellíðan. Súpa og brauð að hætti hjónanna á Brúnum eftir fyrirlesturinn. Vegna veitinganna þarf að skrá sig á fyrirlesturinn á netfanginu sundlaug@esveit.is. Fimm leiðir að vellíðan er áhugahvetjandi fyrirlestur sem gefur þér upplýsingar og aðferðir við að auka hamingju og vellíðan í daglegu lífi. Fyrirlesturinn byggir á rannsóknum á líðan og hamingju fólks, sem embætti landlæknis styðst við og notar í heilsueflingastarfi. Í fyrirlestrinum fjöllum við um mikilvæga þætti er varðandi andlega, líkamlega og félagslega vellíðan og hvernig við sjálf getum haft mjög mikið um þá þætti að segja. Við förum yfir þessa fimm þætti: félagstengsl, hreyfingu og næringu, núvitund og sjálfsumhyggju, styrkleika og vaxtarhugarfar, ásamt því að gefa af sér og láta gott af sér leiða og kennum aðferðir til þess að auka eigin vellíðan í daglegu lífi með því að tileinka sér þær aðferðir sem fjallað er um.
29.09.2023
Fréttir

Flokkun matarleyfa við húsvegg

Á heimasíðu Moltu ehf. má finna góðar upplýsingar um hvaða matarleyfar megi fara í moltugerðina.
27.09.2023
Fréttir

Heimasíða Eyjafjarðarsveitar aðgengileg á fleiri tungumálum

Í dag var virkjað tungumálavélmenni á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar og er síðan nú aðgengileg að auki á ensku, dönsku, þýsku og pólsku.
27.09.2023
Fréttir

Fundarboð 617. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 617. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 28. september 2023 og hefst kl. 08:00. Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. Kjörstjórn - 1 - 2006003F 1.1 2204004 - Úthlutun sætis til varamanns í Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar kjörtímabilið 2022-2026. 2. Framkvæmdaráð - 138 - 2309005F 2.1 2306015 - Umsjónarmaður eignasjóðs 2.2 2309022 - Hlutverk og stefnumótun eignasjóðs 2.3 2304023 - Staða framkvæmda 2023 2.4 2309018 - Íbúar Bakkatraðar 2, 4, 6 og 8 - Vegna fyrirhugaðrar fergingar 3. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 397 - 2309008F 3.1 2202004 - Þjóðkirkjan-Biskupsstofa - Umsókn um stofnun lóðar - Syðra-Laugaland lóð 3.2 2309015 - Jódísarstaðir - breyting á aðal- og deiliskipulagi 2023 3.3 2309033 - Holt - umsókn um frakvæmdaleyfi til vegagerðar 3.4 2309028 - Skipulagsgáttin - kynning á samráðsgátt um skipulagsmál 4. Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 267 - 2309002F 4.1 2309011 - Leikskólinn krummakot - starfsáætlun 2023-2024 4.2 2309012 - Leikskólinn krummakot - Staðan haustið 2023 4.3 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla 4.4 2309013 - Hrafnagilsskóli - Starfsáætlun 2023-2024 4.5 2309014 - Hrafnagilsskóli - Staðan haustið 2023 4.6 2308013 - Skólanefnd - Skólaakstur 4.7 2309021 - Drög að ályktun vegna sameiningar framhaldsskólanna á Akureyri 5. Atvinnu- og umhverfisnefnd - 8 - 2309006F 5.1 2306022 - SSNE - Endurheimt votlendi á Norðurlandi eystra 5.2 2309004 - Loftslagsstefna Eyjafjarðarsveitar 5.3 2303021 - Gámasvæði - gjaldskrá 6. Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 46 - 2309009F 6.1 2308012 - Fjallskil hrossasmölun 2023 7. Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - 6 - 2309007F 7.1 2102022 - Erindisbréf ungmennaráðs 7.2 2309030 - Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - Kosning formanns og ritara 7.3 2309031 - Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - Aðgengi að líkamsrækt 7.4 2306002 - Íþróttamiðstöð - Starfsemi félagsmiðstöðvar 7.5 2309027 - SSNE - Ungmennaþing 2023 8. Velferðar- og menningarnefnd - 8 - 2309004F 8.1 2202017 - Öldungaráð 8.2 2306029 - Leikfélag Menntaskólans á Akureyri LMA - Styrkbeiðni 2023 8.3 2308007 - ADHD samtökin - Styrkumsókn 2023 8.4 2309001 - Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2024 8.5 2208030 - Jafnréttisáætlun 2023-2026 Fundargerðir til kynningar 9. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 932 - 2309019 10. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 933 - 2309029 11. SSNE - Fundargerð 54. stjórnarfundar - 2309024 12. HNE - Fjárhagsáætlun 2024 - 2309034 Almenn erindi 13. Skógræktarfélag Íslands - Ályktun til sveitarfélaga 13.09.23 - 2309020 14. Málstefna Eyjafjarðarsveitar - 2309007 15. Breyting á Samþykkt um stjórn Eyjafjarðarsveitar - 2109024 16. Drög að samþykkt um Öldungaráð - síðari umræða - 2202017 17. Samráðsfundur - fulltrúar aldraðra - 2111001 26.09.2023 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.  
26.09.2023
Fréttir

Menningarsjóður Eyjafjarðarsveitar auglýsir eftir umsóknum haustið 2023

Menningarsjóður Eyjafjarðarsveitar auglýsir eftir umsóknum fyrir 15. október vegna úthlutunar úr sjóðnum 1. nóvember næstkomandi. Tilgangur Menningarsjóðs Eyjafjarðarsveitar er: Að styrkja menningarverkefni í Eyjafjarðarsveit Að leggja til framlag til kaupa á listaverkum fyrir Eyjafjarðarsveit Að styrkja listamenn, félög og fræðimenn og aðra þá sem stjórn sjóðsins ákveður hverju sinni Að fjármagna þau sérverkefni sem sjóðsstjórn kann að ákveða hverju sinni. Umsókn er rafræn hér. Samþykktir sjóðsins má nálgast hér.
26.09.2023
Fréttir

Gangnaseðlar hrossasmölunar 2023

Hrossasmölun verður föstudaginn 6. október og stóðréttir í framhaldi þann 7. október kl. 10:00 í Þverárrétt og kl. 13:00 í Melgerðismelarétt. Þegar stóðið verður komið í réttina á Melgerðismelum heiðrum við minningu Jónasar í Litla-Dal með ávarpi og tónlist. Gangnaseðlar eru aðgengilegir hér: Gangnaseðill hrossa frá Skjóldalsá að Ytrafjalli 2023 Gangaseðill hrossa frá Vaðlaheiði að Mjaðmá 2023 Gangnaseðill hrossa frá Möðruvallafjalli að Skjóldalsá 2023
25.09.2023
Fréttir

Viðvera í tengslum við Uppbyggingarsjóð

Ráðgjafar SSNE verða á ferð um Norðurland eystra í næstu viku og verða með viðveru á tíu stöðum til að veita ráðgjöf varðandi umsóknarskrif í Uppbyggingarsjóð. Eyjafjarðarsveit 27. september kl. 12:30-14:00 Félagsborg, Skólatröð 9
22.09.2023
Fréttir

Bleikar slaufur í október

Dekurdagar verða dagana 5.–8. október nk. og verða þá seldar m.a. bleikar slaufur til að setja á ljósastaura/póstkassa til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Íbúum Eyjafjarðarsveitar gefst tækifæri til að leggja málefninu lið og mun Lionsklúbburinn Sif í Eyjafjarðarsveit setja upp slaufurnar í lok september og taka þær niður í lok október. Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Slaufan kostar 5.000 kr. (að lágmarki). Í fyrra söfnuðust rúmar 800 þúsund kr. í Eyjafjarðarsveit. Upphæðin sem safnast saman verður afhent Krabbameinsfélaginu og Dekurdögum í lok október. Sendu póst á selmadogg@simnet.is og pantaðu slaufu.
19.09.2023
Fréttir