Fréttayfirlit

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Bókasafnið opnar aftur eftir hátíðarnar miðvikudaginn 3. janúar. Þá er opið eins og venjulega frá kl. 14:00-17:00. Venjulegir opnunartímar: Þriðjudagar kl. 14:00-17:00 Miðvikudagar kl. 14:00-17:00 Fimmtudagar kl. 14:00-18:00 Föstudagar kl. 14:00-16:00 Þakka liðin ár og sjáumst hress á nýju ári. Bókavörður.
28.12.2023
Fréttir

Kæru sveitungar

Um leið og við óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á árinu 2024, þökkum við fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Með von um áframhaldandi gott samstarf á nýju ári, ekki síst við nemendur og starfsfólk Hrafnagilsskóla. Jólakveðja frá bræðrunum í B.Hreiðarsson.
28.12.2023
Fréttir

Flugeldasala Hjálparsveitarinnar Dalbjargar í Hrafnagilsskóla

Að venju mun Hjálparsveitin Dalbjörg vera með flugeldasölu í Hrafnagilsskóla. Flugeldasalan er okkar stærsta fjáröflun og við hvetjum sem flesta að styrkja björgunarsveitina í okkar heimabyggð. Við tökum einnig við frjálsum framlögum frá þeim sem ekki vilja styrkja í formi flugelda, bæði er hægt að finna upplýsingar á heimasíðunni okkar, dalbjorg.is eða mæta á staðinn og renna korti í gegnum posann, taka spjallið og fá sér kaffisopa. Við minnum á að gæta fyllsta öryggis við meðferð flugelda. Við hlökkum til að taka á móti sveitungum okkar og öðrum velunnurum! Kveðja, Hjálparsveitin Dalbjörg.
28.12.2023
Fréttir

Eyjafjarðarsveit auglýsir eftir skrifstofu- og fjármálastjóra

Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða skrifstofu- og fjármálastjóra. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi með mikla samskiptafærni og frumkvæði sem tileinkað hefur sér skipulögð og vönduð vinnubrögð. Viðkomandi þarf að hafa ríkan vilja til að taka þátt í að efla innra og ytra starf og þjónustu sveitarfélagsins.
21.12.2023
Fréttir

Jólakveðjur

Sendum öllum íbúum Eyjafjarðarsveitar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða. Sveitarstjórn og starfsfólk á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
19.12.2023
Fréttir

Opnunartími skrifstofu um hátíðirnar

Opið verður á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar miðvikudaginn 27. des. til og með föstudagsins 29. des. kl. 10:00-14:00. Lokað þriðjudaginn 2. janúar 2024. Opið verður frá og með 3. janúar á auglýstum opnunartíma skrifstofu kl. 10:00-14:00.
19.12.2023
Fréttir

Síðasta auglýsingablaði verður dreift um sveitina föstudaginn 29. desember 2023 - Fjölpósti hætt eftir það!

Auglýsingar í síðasta blað ársins og í síðasta blaðið sem dreift verður um sveitina, þurfa að berast fyrir kl. 10:00 fimmtudaginn 28. desember á esveit@esveit.is. Birt í auglýsingablaðinu 13. des. s.l.: Þar sem Pósturinn hættir með magnpóst þann 1. janúar nk. mun dreifing auglýsingablaðsins leggjast sjálfkrafa af. Áfram verður blaðið samt sett upp og birt á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar. Einnig verða prentuð út nokkur eintök sem verða aðgengileg í anddyri Skólatraðar 9 og í Íþróttamiðstöðinni fyrir gesti og gangandi. Annað verður með svo til óbreyttu sniði þ.e. auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 10:00 á þriðjudögum fyrir áðurnefnda prentaða útgáfu. Íbúum stendur áfram til boða að senda inn sína viðburði í viðburðadagatal á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar. Hér er slóðin og valið er „Senda inn viðburð“ https://www.esveit.is/is/mannlif/vidburdir
19.12.2023
Fréttir

Íþróttamiðstöðin verður opin sem hér segir um hátíðarnar

Þorláksmessa 10:00-14:00 Aðfangadagur 9:00-11:00 Jóladagur Lokað Annar í jólum Lokað Gamlársdagur Lokað Nýársdagur Lokað Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Hlökkum til að sjá ykkur í sundi. Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar.
19.12.2023
Fréttir

Leikskólinn Krummakot auglýsir eftir að ráða leikskólakennara eða starfsfólk með aðra háskólamenntun til starfa

Leikskólinn Krummakot auglýsir eftir að ráða leikskólakennara eða starfsfólk með aðra háskólamenntun til starfa. Tveir kennarar í 100% Leikskólakennara eða starfsmann með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi. Um er að ræða 100% ótímabundna stöður á deild með yngri börnum. Æskilegt starfsbyrjun sem fyrst eða eftir samkomulagi. Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Á Krummakoti eru 74 dásamleg börn sem eru á aldrinum 1 - 6 ára. Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands. Unnið er að byggingu nýs húsnæðis fyrir leikskólann sem stefnt er á að opna árið 2024/2025 og gefst því færi á að taka þátt í spennandi tímum og mótun starfsins í nýju húsnæði. Menntunar- og hæfniskröfur Hæfni samkvæmt reglugerð 1355/2022 um almenna og sérhæfða hæfni kennara og leyfi til að nota starfsheitið kennari. Færni í að vinna í stjórnendateymi. Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund. Góð íslenskukunnátta skilyrði. Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf. Umsóknarfrestur er til 2. jan. 2024. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Öllum umsóknum verður svarað. Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is  
18.12.2023
Fréttir

Ytri-Varðgjá íbúðarsvæði, Eyjafjarðarsveit – kynning deiliskipulagstillögu

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 7. desember sl. að vísa skipulagstillögu vegna nýs deiliskipulags fyrir íbúðarsvæði í landi Ytri-Varðgjár í Eyjafjarðarsveit, í kynningu skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið nær yfir 18,5 ha svæði í landi Ytri-Varðgjár sem í gildandi Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 er að mestu skilgreint sem íbúðarsvæði ÍB12 og að litlum hluta sem skógræktar- og landgræðslusvæði. Nýja deiliskipulagið gerir ráð fyrir 35 lóðum fyrir íbúðarhús og verður aðkoma að svæðinu frá Veigastaðavegi. Skipulagstillagan er aðgengileg á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 20. desember 2023 og 14. janúar 2024, á vef Skipulagsgáttar, www.skipulagsgatt.is undir málsnúmeri 623/2023 og einnig hér fyrir neðan. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri til 14. janúar 2024. Hægt er að koma athugasemdum á framfæri undir málinu á vef Skipulagsgáttar með innskráningu rafrænna skilríkja. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is. Opið hús vegna kynningarinnar fer fram á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 þriðjudaginn 9. janúar 2024 milli kl. 12:00 og 15:00 og mun skipulags- og byggingarfulltrúi vera viðstaddur og veita upplýsingar og taka við athugasemdum um tillöguna. Ytri-Varðgjá íbúðarsvæði - deiliskipulagsuppdráttur Ytri-Varðgjá íbúðarsvæði deiliskipulagstillaga - greinagerð Skipulags- og byggingarfulltrúi
18.12.2023
Fréttir