Fréttayfirlit

Hvatningarverðlaun Eyjafjarðarsveitar

Þau Páll Snorrason, Hörður Snorrason og Helga Hallgrímsdóttir í Hvammi hafa hlotið fyrstu Hvatningarverðlaun Eyjafjarðarsveitar fyrir óeigingjarnt framlag þeirra við að prýða umhverfi hjóla- og göngustígsins með skiltum og skúlptúrum.
18.08.2023
Fréttir

Gangnadagar 2023

1. göngur verða gengnar 31. ágúst - 3. september. 2. göngur verða tveim vikum síðar þ.e. 15. - 17. september. Hrossasmölun verður 6. október og stóðréttir 7. október.
15.08.2023
Fréttir

Eyjafj­arðarsveit auglýsir eftir kvenkyns starfsmanni í félagsmiðstöðina Hyldýpi

Eyjafjarðarsveit auglýsir eftir kvenkyns starfsmanni í félagsmiðstöðina Hyldýpi skólaárið 2023 - 2024. Í starfinu felst m.a. aðstoð við umsjónarmann félagsmiðstöðvar, viðvera á viðburðum auk ferða á vegum hennar á stærri viðburði eins og NorðurOrg og SamFés. Viðkomandi þarf að vera orðinn 18 ára, hafa áhuga á að starfa með unglingum, hafa skilning og þekkingu á umhverfi ungmenna í dag og kostur er að hafa reynslu af starfi með unglingum. Áhersla er lögð á stundvísi og heiðarleika, sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum auk þess sem viðkomandi starfsmaður þarf að vera góð fyrirmynd í hvívetna. Starfsmaður þarf að geta framvísað hreinu sakavottorði við ráðningu. Um er að ræða áætlaða vinnu í kring um 150 tíma sem dreifist nokkuð jafnt á skólaárið skv. fyrirfram ákveðinni dagskrá. Laun eru skv. kjarasamningum SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknir ásamt ferilsskrá og kynningarbréfi skulu sendar á Karl Jónsson forstöðumann íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar, á netfangið karlj@esveit.is. Karl gefur auk þess nánari upplýsingar um starfið í síma 691 6633 á dagvinnutíma.
14.08.2023
Fréttir

Kæru sveitungar nær og fjær!

Verið öll hjartanlega velkomin á vígslu listaverksins Eddu eftir Beate Stormo laugardaginn 19. ágúst kl. 15! Edda stendur á hóli rétt norðan við Smámunasafnið, hóll sá heitir Hrafnskinnarhóll. Hægt er að leggja bílum við Smámunasafnið og eins við Saurbæjarkirkju. Súkkulaðikaka og mjólk í boði meðan birgðir endast. Kirkjukór Grundarsóknar tekur lagið, séra Jóhanna blessar Eddu og Beate verður á staðnum og tekur á móti heillaóskum! Ferðamálafélagið og Eyjafjarðarsveit
11.08.2023
Fréttir

Álagning fjallskila 2023

Þeir sem halda allt sauðfé og öll hross heima eru beðnir að tilkynna það til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í seinasta lagi þriðjudaginn 15. ágúst með tölvupósti á póstfangið esveit@esveit.is eða í síma 463-0600. Lagt verður á eftir forðagæsluskýrslum þeirra sem sleppa á afrétt.
10.08.2023
Fréttir

Íþróttamiðstöð Eyjarðarsveitar óskar eftir að ráða karlmann til starfa

Íþróttamiðstöð Eyjarðarsveitar óskar eftir að ráða karlmann til starfa í vaktavinnu. Um er að ræða skemmtilegt og líflegt 100% framtíðarstarf..
01.08.2023
Fréttir

Eyjafj­arðarsveit auglýsir eftir kvenkyns starfsmanni í félagsmiðstöðina Hyldýpi

Eyjafj­arðarsveit auglýsir eftir starfsmanni í félagsmiðstöðina Hyldýpi skólaárið 2023 - 2024. Vegna eðlis starfsins og öryggis þeirra sem sækja starfsemi félagsmiðstöðvarinnar er leitað að kvenkyns starfsmanni í starfið.
01.08.2023
Fréttir

Edda komin á sinn stað við Sólgarð

Listaverkið Edda, eftir Beate Stormo, er nú komið á sinn stað og sómir sér vel rétt norðan við Smámunasafn Sverris Hermannssonar. Verkið hefur verið í vinnslu um nokkuð langt skeið og hafa margir lagt sitt af mörkum til að það geti orðið að veruleika.
31.07.2023
Fréttir

LEIKSKÓLINN KRUMMAKOT AUGLÝSIR EFTIR KENNARA og starfsmanni í sérkennsluteymi skólans

LEIKSKÓLINN KRUMMAKOT AUGLÝSIR EFTIR KENNARA og starfsmanni í sérkennsluteymi skólans ● Kennari í 100% starf ● Starfsmann í sérkennsluteymi skólans, iðjuþjálfa, þroskaþjálfa, leikskólakennara/sérkennara eða starfsmann með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi. Um er að ræða tímabundna ráðningu með möguleika á áframhaldandi ráðningu í 100% eða 50% og 50% stöðu. Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Á Krummakoti eru 69 dásamleg börn sem eru á aldrinum 1 - 6 ára. Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands. Unnið er að byggingu nýs húsnæðis fyrir leikskólann sem stefnt er á að opna árið 2024/2025 og gefst því færi á að taka þátt í spennandi tímum og mótun starfsins í nýju húsnæði. Menntunar- og hæfniskröfur ● Hæfni samkvæmt reglugerð 1355/2022 um almenna og sérhæfða hæfni kennara og leyfi til að nota starfsheitið kennari. ● Færni í að vinna í stjórnendateymi. ● Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund. ● Góð íslenskukunnátta skilyrði. ● Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 2023. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Öllum umsóknum verður svarað. Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is
31.07.2023
Fréttir

Lokun skrifstofu

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar verður lokuð frá 24. júlí til og með 4. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Þeim sem þurfa nauðsynlega að ná sambandi við sveitarfélagið er bent á vaktsíma Eyjafjarðarsveitar 463-0615.
17.07.2023
Fréttir