Fréttayfirlit

Nýtt deiliskipulag Hrafnagilshverfis tekur gildi

Þann 11.nóvember næstkomandi tekur í gildi nýtt deiliskipulag fyrir Hrafnagilshverfi. Skipulagið hefur verið í undirbúningi og vinnslu í langan tíma og hófst vinna við það formlega hjá skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar þann 11.nóvember 2019.
07.11.2022
Fréttir

Ölduhverfi í landi Kropps, Eyjafjarðarsveit – kynning aðal- og deiliskipulagstillögu á vinnslustigi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 8. september 2022 að kynna drög að aðal- og deiliskipulagstillögu fyrir Ölduhverfi í landi Kropps fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum.
07.11.2022
Fréttir Deiliskipulagsauglýsingar

Lausar lóðir í Hrafnagilshverfi

Eyjafjarðarsveit auglýsir lausar lóðir til úthlutunar í Hrafnagilshverfi með fyrirvara um samþykki deiliskipulags sem fer í auglýsingu þann 11.nóvember næstkomandi. Áhugasamir geta sótt um lóðir til og með 14.nóvember 2022.
07.11.2022
Fréttir

Landsátak í sundi 1.-30. nóvember 2022

Eins og í fyrra, ætlum við að taka þátt í landsátakinu í sundi. Þá skrá allir hvað þeir synda og í fyrra syntu landsmenn 11,6 hringi í kringum landið. Markmiðið með átakinu er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess. Á síðunni www.syndum.is er hægt að fylgjast með hvernig gengur í átakinu. Þar er einnig hægt að búa til aðgang til þess að skrá hversu mikið er synt. Fyrir þá sem kjósa það heldur, þá verðum við með skráningarblað í afgreiðslunni þar sem fólk getur skráð vegalengdirnar. Við sendum svo þær skráningar inn vikulega. Þeir sem skrá sig og taka þátt geta átt von á að verða dregnir út og vinna veglega vinninga. Verum dugleg að synda og vonandi taka sem flestir þátt
01.11.2022
Fréttir

Fundarboð 597. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar - 597 FUNDARBOÐ 597. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 3. nóvember 2022 og hefst kl. 08:00.
01.11.2022
Fréttir

Gámasvæðið flutt norður fyrir Bakkatröð - opið í dag

Vegna framkvæmda við Eyjafjarðarbraut vestri og tengingar hennar við Hrafnagilshverfi verður gámasvæðið opið í dag á nýrri staðsetningu, norðan við Bakkatröð, á venjulegum opnunartíma kl. 13:00-17:00. Beðist er velvirðingar á því að afgreiðsla/aðstoð gæti verið gloppótt þar sem verið er að klára flutningana. Nánari upplýsingar gefur Halli í síma 893-0503.
25.10.2022
Fréttir

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra - Viðtalstímar og ráðgjöf

Ert þú með hugmynd að verkefni? Dagana 25. -28. október nk. ferðast ráðgjafar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra um landshlutann og bjóða upp á viðtalstíma og persónulega ráðgjöf. Fimmtudagur 27. október Eyjafjarðarsveit kl. 9:00 - 10:30 Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9
24.10.2022
Fréttir

Nýr umferðarvefur Vegagerðarinnar tekur við af velþekktu færðarkorti

Vegagerðin opnar nýjan umferðarvef, umferdin.is, á morgunfundi nk. fimmtudag. Vefurinn mun sinna því hlutverki sem núverandi færðarkort Vegagerðarinnar hefur sinnt um árabil og flestir vegfarendur þekkja vel. Nýi vefurinn verður mun aðgengilegri, sérstaklega í snjalltækjum, og mun gefa mun meiri möguleika til framþróunar. Vefurinn umferdin.is birtir færðar- og veðurupplýsingar Vegagerðarinnar sem nú má sjá á færðarkorti á vefnum vegagerdin.is. Búið er að færa færðarkortið og þær upplýsingar sem því fylgja til nútímalegra horfs. Sem dæmi er færðarkortið nú þysjanlegt og mun auðveldara að nálgast allar upplýsingar. Nýr vefur mun einnig auðvelda Vegagerðinni að bæta og auka alla upplýsingagjöf og þróa til framtíðar. Í vetur verða bæði nýr og eldri vefur aðgengilegir og uppfærðir meðan reynsla fæst af hinum nýja vef. Dagskrá Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar opnar fundinn Hvað felst í nýjum vef, Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar kynnir hinn nýja vef Using DATEXII in Iceland Robin Tenhagen frá TomTom segir frá reynslu fyrirtækisins af því að nýta umferðar- og færðarupplýsingar Vegagerðarinnar Systurvefurinn sjólag.is Helgi Gunnarsson, verkfræðingur á hafnadeild Vegagerðarinnar kynnir vefinn Fundurinn hefst klukkan 9 í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar, Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Allir er velkomnir en óskað er eftir að fólk skrái sig hér: https://forms.office.com/r/ws9MGm76AU Fundinum verður einnig streymt fyrir þá sem heima sitja. Hlekkur á streymið; https://livestream.com/accounts/5108236/events/10648669 Fyrirspurnir er hægt að senda inn í gegnum slido.com aðgangskóði: #umferdin
18.10.2022
Fréttir

Rafrænn kynningarfundur um Uppbyggingarsjóð í hádeginu á morgun

Seinni kynningarfundur Uppbyggingarsjóðs verður í hádeginu á morgun 19. október 2022 kl. 12:15-13:00. Kynningin fer fram í gegnum TEAMS og fá skráðir þátttakendur sent fundarboð. Vinsamlegast athugaðu að skrá þig fyrir kl. 10:00 á morgun til að tryggja að þú fáir fundarboð á tilsettum tíma. Smelltu hér til að skrá þig: https://forms.office.com/r/X9Rbpg04nM Fundurinn hefst á kynningu á Uppbyggingarsjóði, þá er farið í gegnum hagnýt ráð við umsóknarskrifin, verklagsreglur ræddar og fleira. Opið verður fyrir spurningar á meðan á fundi stendur. Fundurinn verður ekki tekinn upp.
18.10.2022
Fréttir

Fundarboð 596. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar - 596 FUNDARBOÐ 596. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, fimmtudaginn 20. október 2022 og hefst kl. 08:00.
18.10.2022
Fréttir