Fréttayfirlit

Börn og umhverfi

Í maí var haldið námskeið fyrir börn 11 ára og eldri sem gæta yngri barna.
21.06.2007

Útskriftarsýning Lillu í Gullbrekku

Þann 2. og 3.júní var útskriftarsýning hjá Lilju í Gullbrekku. Þeir sem misstu af sýningunni hennar í Arnarauganu, fá hér að sjá brot af þeim myndum sem þessi frábæra listakona hefur unnið að á undanförnum árum. Sjá fleiri myndir hér.

img_6776_400
20.06.2007

Fálkaorðan veitt á Bessastöðum

Sverrir Hermannsson safnamaður, Akureyri, fékk riddarakross fyrir stofnun Smámunasafnsins í Eyjafjarðarsveit og framlag til verndunar gamalla húsa. Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sæmdi hann þessu heiðurmerki í dag 17.júní 2007. Smámunasafnið í Eyjafjarðarsveit er merkilegt safn allra mögulegra muna. Sjá heimasíðu safnsins www.smamunasafnid.is

sverrirfalkaorda

18.06.2007

Sölvi mættur í Smámunasafnið

Þann 9.júní síðastliðinn var Sölvi og fjölskylda hans flutt á Smámunasafnið til dvalar. Þar verða þau til sýnis í sumar. Skoða myndir.
Síðastliðinn vetur hafa nemendur í 1. - 4. bekk unnið að því að endurgera afkomendur Sölva, göltsins sem Helgi magri setti á land við Galtarhamar þegar hann flutti búferlum fram í Kristnes. Sölvi og gyltan sem honum fylgdi fundust þremur vetrum seinna í Sölvadal og fylgdu þeim þá 70 svín.
17.06.2007

Flóamarkaður byrjar 9.júní á Smámunasafni

Fyrirhugað er að standa að flóamarkaði í sumar við Smámunasafnið. Yfirskriftin verður "Opnum skottin"

því öllum er velkomið að koma með fullt skott af alls konar skemmtilegum gersemum og selja.

Þátttaka er ókeypis en æskilegt væri að vita af því hverjir koma svo hægt sé að auglýsa það sérstaklega.

Upplýsingar gefur Guðrún í síma 865-1621.

09.06.2007

Skólaslit Tónlistarskóla Eyjafjarðar

Halldór Rafn Jóhannsson og Eiríkur Stephensen Skólaslit Tónlistarskólans voru 30. maí s.l í Möðruvallakirkju í Hörgárdal.Dóróthea Dagný Tómasdóttir, Kristín Björnsdóttir, Eiríkur Stephensen
07.06.2007

Hrafnagilsskóli hlýtur Íslensku menntaverðlaunin

Hrafnagilsskóli í Eyjafjarðarsveit hefur um árabil vakið athygli fyrir framsækni og farsælt skólastarf. Sýn skólans er sú að allir hafa hið góða í sér og möguleikann til að verða betri manneskjur. Þessi einkunnarorð endurspeglast í væntingum starfsfólks til nemenda. Virðing þeirra fyrir nemendum kemur fram í því hvernig þeir ræða við þá og hlusta á sjónarmið þeirra. Skólaheit nemenda er: „Ég kem í skólann til að læra og nýta hæfileika mína til fulls.“

Miðvikudaginn 30.maí síðastliðinn voru Íslensku menntaverðlaunin afhent við hátíðlega athöfn í Ingunnarskóla í Reykjavík. Hrafnagilsskóli veitti verðlaununum viðtöku fyrir framúrskarandi skólastarf. Stjórnendur skólans, kennarar, nemendur og starfsfólk fóru saman til Reykjavíkur ásamt helstu forsvarsmönnum sveitarinnar af þessu tilefni. Hérna má skoða skjal sem sýnir forsendur verðlaunanna. Hérna má skoða ljósmyndir frá afhendingunni. Hérna má skoða upptöku frá þættinum Kastljósi sem sýndi frá afhendingunni.

31.05.2007

GÖNGUHÓPUR - tilkynning

Fram að kvennahlaupi ÍSÍ, laugardaginnn 16. júní, verður gengið frá Hrafnagilsskóla á þriðjdagskvöldum kl 20:30 og í Kristnesskógi á fimmtudagskvöldum kl 20:30.
Allar konur velkomnar í hressandi göngu!
29.05.2007

Fótbolti og frjálsar

Sumardagskrá Ungmennafélagsins Samherjar hefst næsta miðvikudag 30.maí klukkan 19. Æfingar fara fram austan við Hrafnagilsskóla.

Æfingatímar verða sem hér segir :

Mánudaga 19:00-21:00

Miðvikudaga 19:00-21:00

Fimmtudaga 18:00-20:00

Þjálfari í fótbolta : Guðmundur Ævar Oddsson s. 862-4515
Þjálfari í frjálsum : Ari Jósavinsson s. 892-0777

Heimasíða fyrir frjálsu : http://blog.central.is/jonasari
Heimasíða fyrir fótboltann : http://blog.central.is/samfot

Svo er bara að mæta á miðvikudagskvöldið og skrá sig. Hraust börn í Eyjafjarðarsveit :)

Stjórn Samherja

28.05.2007

Sumarbúðirnar að Hólavatni.

Skráning stendur yfir í sumarbúðirnar að Hólavatni. Í yfir 40 ár hafa KFUM og KFUK starfrækt sumarbúðinar að Hólavatni.
24.05.2007