Fréttayfirlit

Stóri Plokkdagurinn sunnudaginn 28. apríl

Í tilefni Stóra Plokkdagsins sunnudaginn 28. apríl, vill atvinnu- og umhverfisnefnd hvetja íbúa Eyjafjarðarsveitar til átaks í ruslatínslu og almennri tiltekt. Víða má finna rusl í vegköntum, plast á girðingum og fleira.
26.04.2024
Fréttir

Þrír umsækjendur um starf skólastóra Hrafnagilsskóla

Þann 18.apríl síðastliðinn rann út umsóknarfrestur vegna stöðu skólastjóra Hrafnagilsskóla. Alls sóttu fjórir einstaklingar um stöðuna en ein umsókn var dregin til baka.
26.04.2024
Fréttir

1. MAÍ HLAUP UFA

Verður haldið á Þórsvellinum, þ.e. frjálsíþróttavellinum við Bogann, á Akureyri, miðvikudaginn 1. maí og hefst kl 12:00 Leikskólahlaup: 400m - einn hringur á vellinum Grunnskólahlaup: Hægt að velja um 2 km eða 5 km. 5 km hlaup: Fyrir fólk á öllum aldri - verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í nokkrum aldursflokkum. Allir skráðir þátttakendur fá verðlaunapening, pizzu frá Sprettinum og hressingu frá MS að hlaupi loknu. Keppendur þarf að skrá á netinu fyrir keppnisdag, en keppnisgögn (númer) og sundmiðar verða afhent í Hamri þriðjudaginn 30. apríl milli kl. 16:00 og 18:00 og í Hamri á keppnisdag frá 9:30 - 11:30. Hlaupið er keppni á milli grunnskóla þar sem keppt er um hlutfallslega þátttöku og sá skóli sem sigrar hlýtur verðlaunabikar. Allir krakkar fá frítt í hlaupið, þökk sé Akureyrarbæ, Þelamerkurskóla, Eyjafjarðarsveit og Svalbarðsstrandarhrepp. Auk fyrrnefndra sveitarfélaga og skóla, styrkir Sprettur-inn, MS og stéttarfélögin á Eyjafarðarsvæðinu hlaupið, kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Frekari upplýsingar og myndir af hlaupaleiðum má finna hér: Nánari upplýsingar - 1. maí hlaup Við hvetjum alla til að skrá sig og sína í hérna: Skráning í 1. maí hlaup
22.04.2024
Fréttir

Móttaka umsóknar ORF Líftækni hf. um leyfi til útiræktunar á erfðabreyttum plöntum - Klauf

Umhverfisstofnun hefur móttekið umsókn frá ORF Líftækni hf. um leyfi til tilraunaræktunar utanhúss á erfðabreyttu byggi (Hordeum vulgare) á Klauf í Eyjafjarðarsveit. Er hér gefinn kostur á að koma að athugasemdum um ofangreinda umsókn til útiræktunar á erfðabreyttu byggi. Frestur til að skila slíkum athugasemdum er til lok dags 19.maí eða 30 dagar frá birtingu fréttar. Merkja skal umsagnir UST202401-451.
22.04.2024
Fréttir

Fundarboð 631. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 631. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 17. apríl 2024 og hefst kl. 17:00.
15.04.2024
Fréttir

Leikskólinn Krummakot auglýsir eftir að ráða starfsfólk

Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Á Krummakoti er 81 dásamlegt barn á aldrinum 1 - 6 ára. Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Framkvæmdir við byggingu nýs húsnæðis fyrir leikskólann eru nú í fullum gangi sem opnar árið 2025 og gefst því færi á að taka þátt í spennandi tímum og mótun starfsins í nýju húsnæði. Menntunar- og hæfniskröfur • Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði. • Framúrskarandi samskiptahæfileikar og þjónustulund. • Æskilegt er að umsækjendur hafi gott vald á íslensku. • Metnaður og áhugi til að taka þátt í þróun á góðu skólastarfi. Öllum umsóknum verður svarað. Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is
11.04.2024
Fréttir

Íbúakönnun vegna mótunnar á nýrri skóla- eða menntastefnu

Íbúafundur var haldinn 9. apríl í Laugarborg um endurskoðun skólastefnu Eyjafjarðarsveitar. Ef þú misstir af fundinum eða vilt bæta einhverju við þá er tækifærið hér að taka þátt í þessari könnun og leggja þitt af mörkum. Öllum í Eyjafjarðarsveit er velkomið að taka þátt! Innlegg þitt er nafnlaust og könnunin er opin í 7 daga.
10.04.2024
Fréttir

Skólastefna eða menntastefna, vilt þú hafa áhrif?

Íbúafundur verður haldinn í Laugarborg þriðjudaginn 9.aptíl klukkan 20:00 um endurskoðun skólastefnu Eyjafjarðarsveitar. Vinna er hafin við endurskoðun skólastefnunnar sem er frá 2017. Verkefnið er fólgið í því að greina núverandi stöðu á gildandi skólastefnu og móta framtíðarsýn með skýrum viðmiðum um gæði menntastarfs.
08.04.2024
Fréttir

Umsókn í Menningarsjóð Eyjafjarðarsveitar

Velferðar- og menningarnefnd auglýsir eftir umsóknum í Menningarsjóð Eyjafjarðarsveitar. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 21.apríl næstkomandi og fer fyrri úthlutun ársins fram í byrjun maí.
03.04.2024
Fréttir

FUNDARBOÐ 630. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 630. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 4. apríl 2024 og hefst kl. 08:00
02.04.2024
Fréttir